Skilmálar vefverslunarinnar hlutir.is
Almennt
hlutir.is er vefverslun rekin af MBR ehf, kt. 431014-0170, vsk númer xxxxx. Vörur eru aðeins afhentar með póstþjónustu Póstsins. Samskipti fara öll fram í gegnum vefverslunina og tölvupóst. Viðskiptavinum er bent á að hafa helst samband með því að nota “Hafðu samband” hlekkinn í valmynd eða senda tölvupóst á sala@hlutir.is
Vöruafhending
Vörur sem eru til á lager eru sendar þegar greiðsla hefur borist eða skilmálar um reikningsviðskipti eru uppfylltir. Sé um sérpöntun að ræða eru vörur pantaðar frá birgja samkvæmt sömu skilmálum um greiðslu og þær sendar til viðskiptavinar þegar þær berast.
Afgreiðsla og afhending pantana
Meðhöndlun pantana, pökkun og afhending getur tekið 1-2 virka daga nema þegar um sérpöntun er að ræða en þá getur það tekið lengri tíma eftir því hvað verið er að panta og hve fljót afgreiðsla er frá birgjum.
Almennt er reynt að senda vörur sem til eru á lager strax og skilmálar um greiðslu eru uppfylltir.
Sérpantanir eru almennt gerðar þegar safnast hefur í nógu stóra pöntun til að það sé hagkvæmt. Reynt er að panta frá birgjum einusinni til þrisvar í viku og tekur það yfirleitt aðeins nokkra daga að fá vörur á lager.
Vörur eru sendar með Póstinum hvert á land sem er á pósthús eða heim að dyrum eftir því sem það er í boði.
Í vefverslun hlutir.is er gerð krafa um lágmarks pöntun upp á kr. 2500,- m.vsk. sé um staðgreiðslu að ræða en aðrir skilmálar gilda um þá sem gera samning um reikningsviðskipti. Þetta er gert til að halda kostnaði niðri sem endurspeglast í lægra vöruverði.
Um allar vörur sem sendar eru með Póstinum gilda afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar Póstsins um afhendingu sendinga. Frekari upplýsingar má finna á vefsíðu Póstsins.
Ef vara er ekki til á lager eða af einhverjum sökum er ekki hægt að afgreiða pöntun strax er viðskiptavini gert viðvart og upplýst um hvenær hægt er að afgreiða pöntunina.
Reikningsviðskipti
Fagaðilar geta óskað eftir reikningsviðskiptum. Senda þarf beiðni þar um með tölvupósti í sala@hlutir.is
Ábyrgð
Neytendaábyrgð til einstaklinga nær til tveggja ára skv. neytendalögum. Ábyrgð til fyrirtækja er eitt ár skv. lögum m um lausafjárkaup.
Ábyrgð nær ekki til eðlilegs slits eða notkunar á vörum sem eiga ekki að endast út ofangreinda ábyrgðatíma, s.s. rekstrarvörur. Ábyrgð nær aðeins til vörunnar sjálfrar en ekki annars kostnaðar s.s. sendikostnað.
Ábyrgð fellur úr gildi ef reynt hefur verið að gera við hlutinn af öðrum en þeim sem hlutir.is hefur útnefnt sem viðurkennda aðila. Einnig fellur ábyrgð úr gildi ef innsigli hafa verið rofin, varan hefur hlotið illa eða ranga meðferð, hún tengd við ranga spennugjafa og annað þessháttar.
Hlutir.is tekur ekki ábyrgð á afleiddu tjóni vegna bilunar eða galla í búnaði og eða vegna viðgerða á bilun í búnaði.
Viðgerðir vegna ábyrgða skulu fara fram á verkstæði hlutir.is eða aðila sem hlutir.is samþykkir.
Ef vörur hafa lengri ábyrgðartíma en greint er frá að ofan er það tekið fram á vörusíðu og á reikningi. Sölureikningur gildir sem ábyrgðarskírteini.
Tilkynna skal um galla eða skemmdir til sala@hlutir.is. Hlutir.is áskilur sér rétt til að meta hvort bilun falli undir ábyrgðaskilmála og beri að bjóða viðgerð, nýja vöru, afslátt eða endurgreiðslu teljist vara gölluð.
Sölureikningur telst ábyrgðarskírteini og skal framvísa honum til staðfestingar á ábyrgð og gildir ábyrgðin frá kaupdegi.
Skilaréttur
Hlutir.is býður upp á 14 daga skilarétt gegn framvísun greiðslunótu og að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum. Varan þarf að vera í upprunalegu ástandi. Allar umbúðir og allir fylgihlutir þurfa að vera til staðar. Hlutir.is áskilur sér rétt til að taka allt að 15% skilagjald ef þörf þykir. Einnig að geta hafnað skilum alfarið án sérstakrar ástæðu. Skilarétturinn gildir ekki um vörur sem hægt er að fullnýta á innan við 14 dögum, sérpantanir, notaðar vörur, tölvur, rekstrarvörur, hugbúnað og sérsniðnar vörur.
Ekki er hægt að skila sérpantaðar vörur eða að hætta við sérpantanir eftir að pöntun hefur verið lögð inn. Sérpantanir þarf að greiða fyrirfram.
Vöruskil skal skrá á vefsíðu hlutir.is eins fljótt og auðið er. Viðskiptavinur ber kostnað af að endursenda vöru til hlutir.is. Hlutir.is mun ekki leysa út sendingar með ógreiddan sendikostnað.
Vöruupplýsingar
Upplýsingar um vörur og þjónustu eru með fyrirvara um innsláttarvillur, verð og lagerstöðu. Myndir eru til viðmiðunar og geta verið frábrugðnar vörunni eða pakkningum. Reynt er að uppfæra vörumyndir eftir því sem vörur og pakkningar breytast. Ef það kemur til þess að vara er uppseld þá áskilur hltir.is sér að hætta við söluna hluta eða fullu leiti og endurgreiða uppæðina til samræmis.
Persónuupplýsingar
Persónuupplýsingar eru trúnaðarmál og einungis nýttar til að geta veitt góða þjónustu með viðeigandi upplýsingum til viðskiptavinar og til að klára afgreiðslu pantana. Söfnun og meðhöndlun persónuupplýsinga er unnin í samræmi við lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.
Til að geta veit nauðsynlega þjónustu þurfum við upplýsingar um nafn, heimilisfang, netfang og símanúmer.
Greiðsluupplýsingar fara ávallt í gegnum örugga vefsíðu Salt Pay þar sem notast er við SSL tengingar. Hlutir.is fær aðeins upplýsingar um heimild eða höfnun viðskiptanna.
Eignaréttur
Seldar vörur eru eign seljanda þar til kaupverð er að fullu greitt, þetta gildir einnig um reikningsviðskipti.