Um okkur
Hlutir.is
er vefverslun sem sérhæfir sig í rekstrarvörum og efni fyrir fagaðila í raftækni. Lögð er áhersla á að bjóða vörur með lágmarks lagerhaldi en örum sendingum frá birgjum. Þannig verður hægt að bjóða mjög fjölbreytt úrval af raftæknivörum frá viðurkenndum og þekktum framleiðendum með sem minnstum tilkostnaði. Stefnt er að því að tengja hlutir.is við lager hjá birgjum þannig að mögulegt verður að leita að vörum á mjög breiðum grunni. Ýmsar vörur eru til á lager og mun þeim fjölga á næstu vikum og mánuðum.
Öll samskipti yfir vefinn
Hlutir.is er eingöngu vefverslun og sinnir öllum samskiptum við viðskiptavini um vefinn. Þannig er hægt að bjóða upp á þjónustu með lágmarks tilkostnaði sem skilar sér í lægra verði.
Vörur eru aðeins afhentar með Póstinum. Sendingar eru afhentar til Póstsins einu sinni á dag.
Reikningsviðskipti
Fyrirtæki og stofnanir geta sótt um reikningsviðskipti og afsláttarkjör sem eru háð tíðni og veltu.